45.518 erlendir ríkisborgarar frá 164 þjóðum

Alls voru 45.518 erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi þann 1. apríl 2019. og hefur þeim fjölgað um 1.362 frá 1. desember 2018. Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi Þjóðskrár Íslands.

Flestir erlendu ríkisborgararnir eru frá Póllandi 19.564. Það er um 43% af þeim hópi.

Næstflestir eru frá Litháen 4.281, þá Lettlandi 1.903, Rúmeníu 1.661, Portúgal 1.347, Þýskalandi 1.301 og Bretlandi 1.038. Fleiri þjóðir ná ekki 1.000.

Athyglisvert er hve fáir Norðurlandabúar búa hér. Danir eru flestir af þeim 941 og ná aðeins í  9. sæti yfir erlend þjóðerni hér á landi. Svíar eru í 19. sæti með 385 ríkisborgara sem eru búsettir á Islandi, Normenn eru í 21. sæti með 322 og Finnland er í 31. sæti með 144 íbúa. Samtals voru 1.722 Norðurlandabúar búsettir hér á landi þann 1. apríl 2019 sem er innan við 4% af erlendum ríkisborgurunum 45.518.

 

DEILA