Skólastjóri Tálknafjarðarskóla Sigurður Örn Leósson hætti skyndilega í síðustu viku af persónulegum ástæðum og hefur Gunnþór E. Gunnþórsson verið ráðinn til bráðabirgða og ákveðið að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar.
Sveitarstjórn Tálknafjarðar tók málið fyrir á fundi sínum á miðvikudaginn og þar var bókað:
„Sveitarstjórn harmar þá stöðu sem upp er komin í Tálknafjarðarskóla. Fráfarandi
skólastjóra Sigurði Erni Leóssyni er þakkað fyrir sitt framlag til skólans og honum
óskað alls velfarnaðar.“
Á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps er staðan auglýst og sögð laus frá 1. maí 2019.
Umsóknarfrestur er til 10. apríl 2019.