Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur fengið erindi frá sveitarstjóra Súðavíkurhrepps dagsett 7. febrúar, þar sem óskað er eftir fundi vegna mögulegrar sameiningar hafnarsjóða Súðavíkurhrepps og Ísafjarðarbæjar.
Er bréfið sent í framhaldi af kynningu á skýrslu Hafnarsambands Íslands um mögulega sameiningu hafnasjóðanna.
Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar bókaði á fundi sínum í gær að hún tæki jákvætt í erindið, en leggur áherslu á að möguleg stofnun hafnasamlags hafi ekki áhrif á uppbyggingaráform hafna Ísafjarðarbæjar, og leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjóra og hafnarstjóra verið falið að leiða viðræður við fulltrúa Súðavíkurhrepps.