Styrkur fyrir Skrúð á Núpi

Frá heimsókn forseta íslands í Skrúð á síðustu öld. Mynd: mennta.hi.is.
Ferðamálastofa hefur tilkynnt með bréfi til Ísafjarðarbæjar að umsókn Ísafjarðarbæjar um styrk til byggingar þjónustuhúss að Skrúði hafi verið samþykkt og styrkur veittur að fjárhæð kr. 13.781.542.
Bæjarráð fól  bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Framkvæmdasjóðs Skrúðs um verkefnið og aðkomu sjóðsins að byggingu þjónustuhússins.
Fyrir 6 árum fékkst fimm milljóna króna styrkur til hönnunar og framkvæmda við þjónustuhús fyrir ferðamenn við Skrúð í Dýrafirði.
Brynjólfur Jónsson þáverandi formaður framkvæmdasjóðs Skrúðs sagði þá að samkvæmt áætlunum kostar bygging hússins um 30 milljónir króna.
Séra Sigtryggur Guðlaugsson sem stofnaði Núpsskóla og Skrúð byrjaði á garðinum 1904 og var hann stofnaður formlega árið 1909. Skrúður er einn elsti garður á landinu og nokkur þúsund ferðamanna koma í garðinn ár hvert.
DEILA