Byggðastofnun og Kaupfélag Steingrímsfjarðar (KSH) hafa snúið sér til Strandabyggðar með hugmyndir um Strandakjarnann. Erindið var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar í fyrradag.
Á þessu stigi er rætt um aðkomu sveitarfélagsins að þarfagreiningu en ekki beinni fjárfestingu samkvæmt því sem fram kemur í fundagerð sveitarstjórnar. Var sveitarstjórn sammála um að taka þátt í þarfagreiningu og mótun verkefnisins. Á síðari stigum, í ljósi frekari gagna, yrði tekin ákvörðun um aðkomu með eignarhaldi.
Sveitarstjórnin samþykkti að taka þátt í „að afla fjármagns í hönnun og byggingu Strandakjarna í samstarfi við KSH, með því að sækja um viðeigandi uppbyggingastyrki í opinbera sjóði fyrir byggðaþróun og innviðauppbyggingu“ eins og segir í fundargerð.
Ingibjörgu Benediktsdóttur oddvita var falin áframhaldandi aðkoma sveitarfélagsins með undirbúningshópi verkefnisins.