Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að reglur um hópastærðir í friðlandinu á Horströndum eigi aðeins við þegar verið er að ganga á milli svæða. Ekki eru settar takmarkanir á fjölda gesta í þorpunum. Hins vegar er takmörkunin við landtökuna alltaf 50 manns.
„Undanfarin tvö ár hafa verið sett fram tilmæli um hópastærðir í bleytutíð, þegar svæðið er viðkæmt. Við gerð þessarar áætlunar var fyrri tilmælum breytt í reglur fyrir svæðið. En líkt og fram kemur í reglunni þá skal haft samráð við Umhverfisstofnun ef hóparnir eru stærri.“ segir Kristín Ósk. „Í samráðinu er hægt að fá heimild til að fara með stærri hópa ef svæðið er þurrt og stígar í góðu ásigkomulagi, eins er horft til hvort að leiðsögumaðurinn sem fer fyrir hópnum þekkir svæðið. Með þessu erum við sérstaklega að ná að koma í veg fyrir að óreyndir leiðsögumenn, fari um svæðið á viðkvæmum tíma með stóra hópa.“
Kristín Ósk Jónasdóttir staðfesti þann skilning á reglunum að það mættu kom 22 ferðamenn samtímis til Reimars Vilmundarsona í Bolungavík , ef þeir kæmu ekki saman í einum hóp heldur í smærri „ferðaeiningum“ þar sem engin yrði fjölmennari en 15 og Hafsteinn Ingólfsson mætti setja 48 manns í land úr bát sínum ef það sama gilti að hópurinn greindist í smærri einingar sem væru allar innan 30 eða 15 mann fjöldans eftir atvikum.