Bílaverkstæðið Smur og dekk á Patreksfirði flutti í nýtt og glæsilegt húsnæði í síðasta mánuði. Er það við Mikladalsveg 11 og færist starfsemin í 330 fermertra húsnæði.
Páll Heiðar Hauksson, eigandi bílaverkstæðisins segir að þetta sé 18. starfsárið og það sé orðið alhliða bílaverkstæði sem sinni Sunnanverður Vestfjörðum bæði fólksbílum og flutningabílum. Fyrirtækið er með tvo dráttarbíla sem koma sér vel þegar þarf að bregðast við bílunum og óhöppum á vestfirsku vegunum