Mikil fækkun fólks á 316 árum

Samkvæmt elsta manntali Íslands frá 1703 var heildar mannfjöldi á Íslandi 50.358, þar af voru konur 27.491 en karlar 22.857. Munur á fjölda kvenna og karla stafaði einkum af því að karlar fórust við störf sín, mikið til drukknuðu þeir við sjósókn og vegna vosbúðar, hungurs og þrældóms.

Í Sunnlendingafjórðungi bjuggu 15.564, í Vestfirðingafjórðungi 17.831, í Norðlendingarfjórðungi 11.777, í Austfirðingafjórðungi 5.186. Sem sagt; fyrir 316 árum bjuggu í Vestfirðingafjórðungi 11.000 fleiri en núna árið 2019.

Manntalið 1703 var fyrsta heildarmanntal sem gert var á Íslandi. Fyrirskipun um gerð manntalsins var tekin vegna hræðilegrar efnahagsstöðu þjóðarinna. Árni Magnússon og Páll Vídalín voru settir í að rannsaka hagi Íslands. Erindisbréf Danakonungs til Árna og Páls, er dagsett 22. maí 1702.

Níels A. Ársælsson skipstjóri
Tálknafirði

DEILA