Landsnet: Hvalárvirkjun bætir ástandið mikið

Mynd 10 úr skýrslunni. MYND 10 Tenging Hvalárvirkjunar um tengipunkt í Kollafjörð og tenging úr tengipunkti til Ísafjarðar (ótiltæki og tíðni).

Í skýrslu Landsnets um afhendingaröryggið á Vestfjörðum kemur fram að það er langlakast á Vestfjörðum og langtum verra en annars staðar á landinu. Þrátt fyrir að afhendingaröryggið hafi tekið framförum á undanförnum áratugum þá eru Vestfirðir í algerum sérflokki hvað varðar slæmt öryggi til rafmagns.

Athyglisvert er að afhendingaröryggi batnar mjög mikið þegar gefið er að framleiðsla á rafmafni innan fjórðungsins verði aukið. Hvalárvirkjun er tekin til athugunar , enda sá kostur í rammaáætlun og raunverulega áform er um að reisa virkjunina.

Hvalá bætir stöðuna mikið

Athugaðir eru tveir möguleikar. Báðir gera ráð fyrir tengipunkti í Ísafjarðardjúpi og svo línu þaðan í Kollafjörð. En í öðrum kostinum er bætt við línu frá tengipunktinum til Ísafjarðar. Eins og sjá má batnar svokallað ótiltæki um 98% á Ísafirði, en það eru samanlögð áhrif af því að rafmagn slær út og því hversu lengi það varir hverju sinni. Miðað við þetta má segja að ótiltækið minnki um 98% á Ísafirði, 92% í Breiðadal og 80% í Bolungavík. Í Mjólká batnar afhendingaröryggið um 85% og 71% í Geiradal. Minnst jákvæð verða áhrifin á Keldeyri í Tálknafirði eða 46%.

Sé ekki tekin lína til Ísafjarðar og skoðuð áhrifin þá  batnar öryggið í Geiradal um 76%, sem er meira en í Ísafjarðarútgáfunni, 67% í Mjólká og 36% á Keldeyri. Á norðanverður Vestfjörum verður batinn rúmlega 50%.

Niðurstaðan er skýr: Hvalárvirkjun bætir ástandið fyrir alla og það mikið hvort sem línan er til Ísafjarðar er með eða ekki.

Bæta þarf öryggið á sunnanverðum Vestfjörðum

Önnur meginniðurstaða skýrslunnar er að bæta þarf öryggið á sunnanverðum Vestfjörðum. Bent er á þrjár leiðir til þess. Ein er aukin raforkuframleiðsla í fjórðungnum og Hvalárvirkjun gerir mikið gagn eða 36-46%. Önnur leið er að leggja nýja streng frá Mjólká til Bíldudals og þaðan áfram að Keldeyri. Sú þriðja er að koma upp sams konar varaaflsstöð og er í Bolungavík. Sú aðgerð myndi bæta stöðuna um 90%. Strengur myndi bæta öryggið um 37%.

Í skýrslunni er Landsnet ekki að taka afstöðu til einstakra kosta heldur að reikna áhrifin af nokkrum kostum og leggja þær staðreyndir á borðið til umræðu um úrbætur á raforkuöryggi Vestfirðingafjörðungs.

DEILA