Karlalið Vestra gerði góða ferð til Egilsstaða á laugardaginn og vann lið Hattar 100:79 í 1. deildinni. Vestri leiddi allan leikinn og var 21 stigi yfir í hálfleik. Atkvæðamestur Vestramanna var Nemanja Knezevic sem skoraði 26 stig og tól 17 fráköst. Jure Gunjuna gerði 19 stig og Guðmundur Auðun Gunnarsson 12 stig.
Eftir 19 leiki er Vestri nú í 4. – 5. sæti ásamt Hetti í 1. deildinni með 24 stig. Þór Akureyri er efst með 30 stig, Fjölnir Reykjavík er í öðru sæti með 28 stig og Hamar í Hveragerði er með 26 stig.