Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í gær að taka upp sérstakan akstursstyrk 30.000 kr á ári til barna og unglinga á grunnskólaaldri sem eiga lögheimili í
Dýrafirði, Súgandafirði og Önundarfirði.
Markmiðið er að stuðla að aðstöðujöfnun þeirra barna og unglinga í sveitarfélaginu
sem þurfa að fara langan veg til að stunda íþrótta- og tómstundastarf.
Aðeins er veittur einn styrkur á hvert heimili á ári óháð fjölda barna.
Styrkurinn nær til skipulagðrar íþróttaiðkunar og tómstundastarfs innan sveitarfélagsins.
Styrkirnir eru greiddir í desember ár hvert og gilda um skipulagt starf viðurkenndra íþróttafélaga, tónlistarskóla og björgunarsveita í Ísafjarðarbæ.