Á þingi Körfuknattleikssambands íslands, sem haldið var á laugardaginn, var Ingólfur Þorleifsson, formaður kkd Vestra sæmdur silfurmerki KKÍ.
Alls voru níu sjálfboðaliðar sæmdir þessu merki á þinginu. Þar á meðal var einnig Ísfirðingurinn Sara Pálmadóttir sem hefur um árabil starfað innan vébanda Hauka í Hafnarfirði en hóf körfuboltaferlinn með KFÍ.
Birna Lárusdóttir var endurkjörin í stjórn KKÍ en hún hefur setið í stjórn sambandsins frá 2017. Þá má geta þess að Ísfirðingurinn Ingi Þór Ágústsson, stjórnarmaður í ÍSÍ, var þingforseti auk þess sem Ingólfur Þorleifsson stýrði alsherjarnefnd þingsins og Ingi Björn Guðnason laga- og leikreglnanefnd.
Fulltrúar Vestra og HSV á þinginu voru Heiðrún Tryggvadóttir, Ingi Björn Guðnason (HSV), Ingólfur Þorleifsson, Yngvi Páll Gunnlaugsson og Sveinn Rúnar Júlíusson.