Franska kvikmyndahátíðin á Ísafirði hafin

Franska kvikmyndahátíðin á Ísafirði var sett í gær. Það  var Sophie Delporte sendiráðunautur sem setti hátíðina að þessu sinni.  Opnunarmynd hátíðarinnar var gamanmyndin AÐ SYNDA EÐA SÖKKVA.

Næstu sýningar verða í kvöld og annað kvöld.  Helgina 16/17. mars verður svo fjórða myndin sýnd sem er teiknimynd fyrir alla fjölskylduna.

LÝÐURINN OG KÓNGUR HANS – drama/sagnfræði sýnd fimmtudaginn 7. mars kl. 20:00

MEÐ FORSJÁ FER .. – margverðlaunuð drama/spennumynd sýnd föstudaginn 8. mars kl. 20:00

LOVÍSA MISSIR AF LESTINNI – teiknimynd fyrir alla fjölskylduna sýnd helgina 16. – 17. mars.

Myndin kvöld kynning:

Lýðurinn og kóngur hans (Un Peuple et son Roi)

Drama/sagnfræði – íslenskur texti.

Lengd: 121 mín

Leikstjórn: Pierre Scholler

Leikarar: Gaspard Ulliel, Louis Garrel, Adèle Haenel, Céline Sallette, Laurent Lafitte.

Árið 1789 gerir lýðurinn uppreisn. Örlög almúgakarla og kvenna og sögufrægra persóna fléttast saman. Og þungamiðja sögunnar er afdrif konungsins og koma lýðveldisins.

Myndin hreppti verðlaunin á pólitísku kvikmyndahátíðinni í Porto Vecchio árið 2017.

Lýðurinn og kóngur hans er „freska með sögulegum, pólitískum og mannlegum flötum og lofsamar kjark og mótþróa borgara sem eru fúsir að deyja fyrir frelsið». (CNews).

DEILA