Þjóðskrá Íslands hefur birt upplýsingar um fasteignamarkaðinn í febrúar 2019. Á Vestfjörðum var samanlögð upphæð 13 samninga 238 milljónir króna. Meðalupphæð á samning var 18,3 milljónir króna. Tveir samningar voru um fjölbýli og upphæð þeirra var 50 milljónir króna, 8 samningar um eignir í sérbýli samtals að fjárhæð 168 milljónir króna og 3 samningar um aðrar eignir fyrir 20 milljónir króna.
Af þessum 13 samningum voru 7 á Ísafirði og 6 utan Ísafjarðar. Samningarnir á Ísafirði voru um 2 fjölbýli, 2 sérbýli og 3 aðrar eignir og samanlögð upphæð samninganna var 108 milljónir króna. Samningarnir 6 utan Ísafjarðar voru allir um sérbýli og samanlögð fjárhæð þeirra var 130 milljónir króna.
Samanlögð velta fasteignasamninga utna höfuðborgarsvæðisins undanfarið ár hefur verið nokkuð stöðugt á bilinu 10 – 11 milljarðar króna með því helsta fráviki í maí 2018, en þá fór veltan upp í 16,5 milljarða króna.
Á Vestfjörðum hefur veltan frá febrúar 2018 til sama tíma 2019 verið frá 135 milljónum króna upp í 350 milljónir króna og fjöldi samningai frá 8 til 22 í hverjum mánuði.
Einn mánuður sker sig úr og það er janúar 2019 en þá var veltan 1.67 milljónir króna. Skýringanna er að finna í 3 samningum um sölu á öðrum eignum utan Ísafjarðar fyrir 641 milljón króna.