Bæjarráð Bolungavíkur samþykkti á fundi sínum í gær tilboð Fjarskiptasjóðs um styrk að fjárhæð 3.440.000 kr. um ljósleiðarsvæðingu í dreifbýlinu. Jafnframt samþykkti bæjarráð að hefja ljósleiðaravæðingu í þéttbýlinu líka.
Telur bæjarráðið mikilvægt er að hönnun og framkvæmd ljósleiðarakerfis í dreifbýli taki mið að fyrirhugaðri uppbyggingu í þéttbýli. Bæjarstjóra var falið að kalla eftir skuldbindandi áætlun frá fjarskiptafyrirtækjum um uppbyggingu ljósleiðarakerfis á öll heimili í Bolungarvík á næstu 3-5 árum.