Næstkomandi laugardag, það er á morgun, mun Lýðháskólinn á Flateyri halda stórglæsilegt bingó í samkomuhúsi Flateyrar. Vinningarnir eru ekki af verri endanum, en þar má nefna tvo passa á tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík, tvo miða á tónleika hljómsveitarinnar Nýdönsk í íþróttahúsinu Torfnesi, gjafabréf á Tjöruhúsið, bluetooth-hátalari frá Snerpu og margt fleira! Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, mun stjórna bingóinu af sinni einskæru list. Heitt verður á könnunni og kökuhlaðborð á staðnum.
Allur ágóði rennur í nemendasjóð Lýðháskólans á Flateyri.
Verð: 1000 krónur fyrir fyrsta spjaldið og síðan 250 krónur eftir það. Kökuhlaðborð og kaffi á 500 krónur.
Allir hjartanlega velkomnir!