11. marz 1941: Árásin á línuveiðarann Fróða frá Þingeyri

Fróði ÍS 454 frá þingeyri. Mynd: Ljósmyndasafnið á Ísafirði.

Þingeyrarvefurinn minnist þess í dag að 78 ár eru frá árásinni á línuveiðarann Fróða ÍS 454 frá Þingeyri. Þennan dag árið 1941 réðist þýskur kafbátur á línuveiðarann Fróða frá Þingeyri um 200 sjómílur suðaustur af Vestmannaeyjum. Var skipið í Englandsferð, fulllestað af ísvörðum fiski.

Fimm skipverjar af ellefu létust í þessari skelfilegu árás. Þeir voru:

Bræðurnir frá Brekku í Dýrafirði, Gunnar J. Árnason skipstjóri og Steinþór Árnason háseti, Gísli Guðmundsson, háseti sem einnig var frá Brekku og Guðmundur Stefánsson háseti frá Hólum í Dýrafirði. Fimmti skipverjinn sem féll hét Sigurður V. Jörundsson, stýrimaður.

Lesa má frásagnir af árásinni á Fróða meðal annars í bókinni  Virkið í Norðri eftir Gunnar M. Magnúss og ekki síst dramatíska frásögn Matthíasar Johannessen, ritstjóra, í ritröðinni M-samtöl.

DEILA