Þorrablót Grunnvíkinga og Sléttuhrepps á laugardaginn

Frá þorrablóti Grunnvíkinga.

Sameiginlegt þorrablót Grunnvíkinga og Sléttuhrepps verður nú haldið í þriðja sinn laugardaginn 16. febrúar 2019. Að venju verður það haldið í Félagsheimilinu í Hnífsdal.

Hægt verður að sækja pantaða á föstudaginn  miða milli kl 17 og 19 í Félagsheimilinu í Hnífsdal.

🏠 Húsið opnar kl 19:30 og dagskrá hefst kl 20:00.
🕺 Heimatilbúin skemmtiatriði af bestu gerð.
🎸🎤 Dansleikur með Þórunni og Halla til kl 02.
🚌 Rúta heim eftir ball.

Miðaverð kr. 3.500.-
Miðapantanir:
Lína Björg Tryggvadóttir s. 859-7870
og Matthildur Guðmundsdóttir s. 695-2111

DEILA