Þingeyringur sigurvegari í söngvakeppni

Þingeyringurinn Bríet Vagna og ísfirsk vinkona hennar Sara Emily lentu á dögunum í fyrsta sæti í Söngvakeppni Félagsmiðstöðva á norðanverðum Vestfjörðum með laginu Líttu Sérhvert Sólarlag eftir Braga Valdimar Skúlason. Þetta var í fyrsta skiptið sem þær stöllur syngja saman, en þær hafa báðar verið í tónlistarnámi um árabil, Bríet í gítar og söngnámi og Sara í píanónámi.

 

Sigurinn tryggði þeim þátttökurétt í Söngvakeppni Samfés sem fram fer í Laugardagshöll þann 23. mars næstkomandi. Frá þessu er sagt á Þingeyrarvefnum. Bæjarins besta tekur undir óskir Þingeyrarvefjarins um gott gengi í stóru keppninni.

DEILA