Helgina 28. – 29. júní því þá verður hið frábæra Púkamót haldið á Ísafirði, ílogninu og sumarblíðunni á Ísafirði. Fyrsta púkamótið var hadið 2005 og verður mótið í sumar líklega það þrettánda í röðinni. Dagskrá verður auglýst síðar.
Aðaltilgangur Púka knattspyrnumótsins er að vekja athygli á og byggja upp sjóð sem getur styrkt ísfirska knattspyrnu, m.a. með því að byggja sparkvelli fyrir ísfirska krakka eða púka, eins og þeir eru kallaðir fyrir vestan.
Sjóðnum er einnig ætlað að styrkja ýmis önnur málefni sem varða ísfirska knattspyrnu, t.d. er meiningin að hægt verði að sækja um styrki til að sækja námskeið sem tengjast knattspyrnu, t.d. til að öðlast menntun til dómara- eða þjálfarastarfa.
Hefur sjóðurinn lagt verulegt fé fram til knattspyrnustarfs á Ísafirði auk þess að ráðast í það stórvirki að gefa út veglega bók um sögu ísfirskrar knattspyrnu.
Á NORÐANVERÐUM Vestfjörðum eru ærslasamir krakkar gjarnan kallaðir púkar, en þeir sem gjaldgengir eru á Púkamótið á Ísafirði um næstu helgi eru þó engir krakkar lengur, því aðeins þeir sem náð hafa þrjátíu ára aldri og eru tengdir ísfirskri knattspyrnusögu á einn eða annan hátt eru gjaldgengir