Sauðfjárrækt: Strandasýsla afurðamest 2018

Mestu sauðfjárafurðir í einu héraði landsins á síðasta ári voru í Strandasýslu. Reiknuðust þæt vera 30,5 kg eða það sama og var árið áður.  Hæsta búið á Vestfjörðum var á Bassastöðum í Strandasýslu með 38,5 kg eftir kind. Það var svo það sjöunda hæsta á landinu á þann mælikvarða. Tvö önnur bú í Strandasýslu eru á lista yfir afurðahæstu búin, Björn og Badda á Melum 1 Árneshreppi með 36,5 kg eftir kind og Ragnar og Sigríður Heydalsá 1 í Tungusveit og 3 voru með 36,4 kg.

Miðað var við bú sem höfðu fleiri en 100 ær á skýrslum. Í meðfylgjandi töflu eru sýnd hæstu vestfirsku búin samkvæmt upplýsingum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og stuðst við samantekt Bændablaðsins. Þar eru búum raðað eftir fallþunga. Að auki eru upplýsingar um fjölda sláturlamba, aldurs lambs við slátrun og vaxtarhraða pr dag. Það getur munað allt að 50 dögum í lífaldri lambs og það hefur eðlilega áhrif á fallþunga lambs. Greinilegt er að mikill vaxtarhraði einkennir lömbin í Strandasýslu og við Djúp.

Sauðfjárafurður 2018
Á Vestfjörðum:
Nafn býli fj. Lamba fallþungi sláturaldur vaxtarhraði
Guðbrandur og Lilja Bassastaðir 334 19,9 138 145
Indriði og Inga Skjaldfönn 247 19,6 123 159
Rögnvaldur Gíslason Gröf 422 19,2 121 159
Karl Kristjánsson Kambi 532 19,0 123 156
Jón og Erna Broddanesi 293 19,0 135 141
Ragnar og Sigríður Heydalsá 1 858 18,9 136 140
Magnús Kristjánsson Gautsdal 382 18,2 119 153
Utan Vestfjarða:
Ólafur Sindrason Grófargili 123 22,4 169 133
Kjartan Sveinsson Bræðratungu 351 21,4 165 130
Hákon og Þorbjörg Svertingsstöðum 179 21,1 135 156
Björn Björnsson Syðri Brennihóll 126 20,9 127 173
Helgi og Beate Kristnes 110 20,8 135 154
DEILA