Rótarýdagurinn er í dag

Gámaþjónusta Vestfjarða að hjálpa okkur með jarðvinnu vegna rjóðurs í Karlsárskógi.

Ég er félagi í Rótarýklúbb Ísafjarðar.

Hvað er Rótarý og hvað gera Rótarýfélagar?  Rótarý kúbbar eru í flestum löndum heims.  Rótarý klúbbar vinnua  að ýmslum góðum  málum bæði í heimabyggð og á alþjóðavísu.

Rótarý er starfsgreinaklúbbar, halda fundi vikulega þar sem menn kynnast og fjalla um allt milli himins og jarðar. Það er ekki hægt að koma með tæmandi svar hvað Rótarýklúbbar gera í stuttri grein en helstu atriði eru að mínu mati eru:

Undanfarin ár hefur Rótarý samtökin á heimsvísu haft forustu í baráttunni gegn lömunarveiki og hefur þar náðst undraverður árangur með mikilli hjálp.

Verið að gefa barni bólusetningarefni gegn lömunarveiki.

Við í Rótarýklúbb Ísafjarðar leggjum okkar að mörkum til að bæta okkar nærsamfélag meðal annars með því að styrkja tónleika á öldrunarstofnunum á svæðinu þar  sem nemar tónlistaskólana sjá um flutning.

Með því að veita viðurkenningar í skóla fyrir námsframfarir.

Nú erum við byrjaðir á nýju verkefni en það er að koma upp reit í Karlsárskógi þar sem einstaklingar, fjölskyldan og eða vinahópur getur farið út í skóg.  Gert sér glaðan dag úti í náttúrinni, grillað, farið í leiki og náð sér í fróðleik.

Það eru komin öll leyfi fyrir framkvæmdinni,  við erum byrjaðir á grunnvinnu og í vetur vonumst við að ljúka við undirbúning þannig að framkvæmdin fari það langt í sumar að sem flestir geti notið þess á haustdögum að fara í lundinn sem Rótarý klúbbur Ísafjarðar er að vinna að með stuðning aðila í bæjarfélaginu.

Jóhann Ólafsson, Ísafirði

DEILA