Á síðasta ári veitti Umhverfisráðuneytið 13,4 milljónir krona í styrki til félagasamtaka á sviði umhverfismála. Veittir voru 18 styrkir.
Rjúkandi, samtök um vernd náttúru, menningar-minja og sögu í Árneshreppi á Ströndum fékk 300 þúsund króna styrk.
Meirihluti fjárhæðarinnar rann til Landverndar 5 milljónir króna, Náttúruverndarsamtaka Íslands 2,2 milljónir króna og Fuglaverndarfélag Íslands fékk 1,5 milljónir króna.
Þá var 34,2 milljónum króna úthlutað til verkefnatengdra styrkja. Landvernd fékk samtals 8,3 milljóna króna styrk til fimm verkefna. Aðrir fengu minna.