Sveitarstjórn Reykhólahrepps heldur í dag kl 15 aukafund og þar er á dagskrá að afgreiða aðalskipulagbreytingar vegna Vestfjarðavegar samkvæmt Þ-H leið.
Sveitarstjórnin hélt fund fyrir réttri viku, en þá var endanleg tilllaga ekki tilbúin og var því ákveðið að halda aukafund í dag. Tryggvi Harðarson, sveitarstjóri segir að unnið hafi verið að því að útfæra aðalskipulagsbreytingarnar í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Þeirri vinnu hefði ekki verið lokið í tæka tíð.
Á fundi sveitarstjórnar þann 22. janúar 2019, fyrir réttum fjórum vikum var samþykkt „að auglýsa áður framkomna aðalskipulagsbreytingu (1708019) í B-deild stjórnartíðinda.“.
Næsta skref verður að auglýsa breytingarnar á aðalskipulaginu og þá gefst kostur á að koma á framfæri athugasemdum. Það tekur nokkrar vikur.