Laugardaginn 16 febrúar fór fram fyrri hluti Íslandsmóts í bogfimi, mótið var haldið í Bogfimisetrinu í Reykjavík. Frá Skotíþróttafélgi Ísafjarðar mættu þrír keppendur þau Georg Rúnar Elfarsson, Kristján G. Sigurðsson og Lilja Dís Kristjánsdóttir. Georg keppti í aldursflokki U21 og eftir harða keppni endaði hann í fimmta sæti. Kristján endaði einnig í fimmta sæti í einstaklingskeppni og náði öðru sæti í liðakeppni sem var haldin samhliða.
Lilja Dís mætti í fyrsta sinn á stórmót vel undirbúin, hún vann keppinauta sína í aldursflokki U18 með nokkrum yfirburðum og stendur uppi sem Íslandsmeistari bæði í einstaklings og liðakeppni. Í liðakeppninni bættu Lilja og liðsfélagar hennar einnig Íslandsmet.
Þann 16 mars næstkomandi verður seinnihluti Íslandsmótsins haldið á sama stað og þá kemur Elín Drífa Ólafsdóttir og Georg Rúnar mæta fyrir hönd Skotíþróttafélagsins.
Í sumar verður Íslamdsmót í bogfimi utndyra og þá munu þau öll mæta til leiks. Einnig er stefnan hjá Lilju og Georg að mæta á Norðurlandmeistaramót ungmenna sem verður í Danmörku daganna 5-7 júlí í sumar.“