Á heimasíðu Djúpkalks, sem er fyrirtæki Marigot um byggingu og rekstur kalkþörungaverksmiðju í Súðavík, er vakin athygli á því að með rafstreng til Súðavíkur myndu munu íbúar og atvinnufyrirtæki á staðnum sjálfkrafa færast af dreifbýlisgjaldi yfir á þéttbýlisgjald sem mun lækka raforkukostnaðinn í þorpinu.
Nýrri verksmiðju fylgir mikil raforkuþörf og eru uppi hugmyndir um að leggja nýjan raforkustreng frá aðveitustöð Orkubús Vestfjarða á Ísafirði til Súðavíkur þar sem reist verður ný aðveitustöð þaðan sem raforku verður deilt til notenda.
Heimili 9% lækkun
Elías Jónatansson, Orkubússtjóri staðfestir að Sparnaður við að færast á þéttbýlistaxta yrði því 31.231 kr/ári eða 9,2%. Er þá miðað við heimili í þéttbýli á svæði Orkubús Vestfjarða sem notar alls 35 þús. kWh á ári og kaupir raforkuna af OV greiðir. Það kostar samtals 307.768 krónur á ári í orkukostnað með VSK.
Sé sama heimili hins vegar í dreifbýli (Súðavík) á svæði Orkubús Vestfjarða og notar alls 35 þús. kWh á ári og kaupir raforkuna af OV greiðir það samtals 338.999 kr á ári í orkukostnað með VSK.
Þessar tölur eru í samræmi við útreikninga í nýlegri skýrslu Byggðastofnunar.
Fyrirtæki 18% lækkun
Munurinn er 31.231 kr/ári eða 9,2%.
Elías tekur einnig dæmi af fyrirtæki sem notar kannski bara 30 kW afl og rafmagn eins og 3 heimili eða um 100.000 kWh/ári. Ekki er reiknað með að fyrirtækið sé á afltaxta.
VSK er sleppt til einföldunar enda er um að ræða innskatt sem fyrirtækið getur dregið frá útskatti. Fyrir fyrirtækið yfrði þá heildarkostnaðurinn yfir árið :
Í dreifbýli OV: 1,.54 milljónir
Í þéttbýli OV: 1,26 milljónir
Mismunur er 282.906,- sem jafngildir 18% lækkun.
Noti fyrirtækið notar hins vegar 1 MW afl 5,7 milljón kWh (og er á afltaxta fyrir dreifingu) munar 9,8 milljónum króna á ári sem er 14% lækkun.
Aðgengi að jarðhita munar öllu
Elías Jónatansson, segir að helsti aðstöðumunur heimilanna felist hins vegar í því hvort þau hafa aðgang að hagkvæmri jarðhitaveitu eða ekki „því eins og sjá má í áðurnefndri skýrslu Byggðastofnunar þá er munurinn á kostnaði við húshitun í þéttbýli á Vestfjörðum og hjá heimili með jarðhitaveitu í Reykjavík 78 þús kr/ári á meðan munur á heildarorkukostnaði (rafmagni og hita) er 88 þús kr. á ári. Það er því hinn lági kostnaður jarðhitaveitunnar í samanburði við hitun með rafmagni sem skýrir 89% af þeim mismun sem er á orkukostnaði heimila í þéttbýli á Vestfjörðum og í Reykjavík. Á sama hátt skýrir hann 69% af þeim mun sem er á orkukostnaði dreifbýlis á Vestfjörðum og þéttbýlis í Reykjavík.“ segir í svari Elíasar við fyrirspurn Bæjarins besta.