Blak: ALLIR Á TORFNES Á LAUGARDAGINN – JÁ LÍKA ÞÚ!!!

Karlalið Vestra í blaki er komið í 8 liða úrslit Kjörís bikarsins. Þeir fá úrvalsdeildarlið HK í heimsókn á laugardaginn kl. 15. Vestri situr í efsta sæti 1. deildar en HK eru í 2. sæti úrvalsdeildar. Það verður því við ramman reip að draga, en með góðum stuðningi er allt hægt.

Við hvetjum allt áhugafólk um íþróttir á svæðinu til þess að fjölmenna, sjá geggjað blak og styðja strákana!!!!!!!

Fyrir þá sem ekki komast verður leikurinn sýndur beint á Jakinn TV.

DEILA