Athugasemdir Vesturbyggðar við bréf Atvinnuvegaráðuneytisins

Rebekka Hilmarsdóttir. bæjarstjóri.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar fól bæjarstjóra að send athugasemdir sveitarfélagsins við bréf ráðuneytisins þar sem ákveðnum atriðum í byggðakvótareglum sveitarfélagsins var hafnað.

Rebekka Hilmarsdóttir segir að athugasemdirnar snúi að rökstuðningi ráðuneytisins vegna höfnunarinnar og einnig eru gerðar  athugasemdir við ábendingar í bréfi ráðuneytisins sem vöktu furðu Vesturbyggðar og lúta að athugasemdum sem sveitarfélagið gerði við óhóflegan drátt á meðferð málsins hjá ráðuneytinu og þá gerir bæjarstjórn athugasemd við ábendingu frá ráðuneytinu  um að sveitarfélagið  gæti að vanhæfisreglum.

Í afgreiðslu málsins á bæjarstjórnarfundinu í síðustu viku lýstu tveir bæjarfulltrúar vanhæfi sínu og tóku ekki þátt í atkvæðagreiðslu um byggðakvótareglurnar. Fimm bæjarfulltrúar greiddu atkvæði, þrír samþykktu reglurnar, einn var á móti og einn sat hjá.

DEILA