Áfangastaðaáætlun Vestfjarða – uppbygging ferðaþjónustu

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar ræddi í vikunni svonefnda áfangastaðaáætlun fyrir Vestfirði. Lat var fram bréf frá ferðamálaráðherra ásamt samantekt úr áætluninni.

Bæjarráð vísaði áætluninni til atvinnu- og menningarmálanefndar, sem tiltaka skal þau verkefni sem að sveitarfélaginu koma og áætla hvort til fjármögnunar skuli koma að einhverju leyti frá sveitarfélaginu.

Áfangastaðaáætlun Vestfjarða er heildstæð áætlun sem hefur ferðaþjónustu sem meginpunkt. Markmið hennar er að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu sem skilar sem mestum hagnaði til samfélaga, um leið og mögulegum neikvæðum áhrifum er haldið í lágmarki eins og segir í skjalinu.

Áætluninni fylgir framkvæmdaáætlun fyrir einstaka hluta Vestfjarða. Fyrir norðanverða Vestfirði er aðgerðaáætlunin svohljóðandi:

1. Dynjandi – Heildarskipulag svæðis við áfangastaðinn Dynjanda.
2. Bolafjall – Heildarskipulaging Bolafjalls sem áfangastaðar.
3. Skemmtiferðaskip á Ísafirði – Skipulags-, hönnunar- og framkvæmdavinna til
að móta aðkomu farþega skemmtiferðaskipa og fyrstu upplifun þegar í land
er komið.
4. Hvítanes og Litlibær í Ísafjarðadjúpi – Bætt aðkoma ferðamanna að
Hvítanesi og Litlabæ með áherslu á samspil náttúru og öryggis ferðamanna
við þjóðveginn.
5. Hornstrandir og Jökulfirðir – Greining á núverandi stöðu og stefnumótun
um þróun friðlandsins sem áfangastaðar.
6. Heildarskipulagning á Tungudal, Seljalandsdal og Hnífum – Hönnun á
alhliða útivistarsvæði sem inniheldur skíða-, göngu-, hlaupa- og hjólaleiðir
með útsýnisstöðum og þjónustuhúsi.
7. Minnibakki – Skálavík – Uppbygging Minnibakka og Skálavíkur sem
áfangastaða með aðgengi að salernum og bættum samgöngum.
8. Hornstrandastofa – Uppbygging gestastofu á Ísafirði

DEILA