Samfélagsstyrkir Landsbankans

Styrkþegar ásamt Lilju B. Einarsdóttur bankastjóra Landsbankans og Guðrúnu Agnarsdóttur formanni dómnefndar.

Landsbankinn veitti skömmu fyrir jól 37 styrkir til ýmissa samfélags verkefna samtals að upphæð 15 milljónir króna.

Til Vestfjarða runnu þessir styrkir, 500 þús. kr. hver:

  • Elín Agla Briem – Styrkurinn er veittur til verkefnisins Sveitaskólinn í Trékyllisvík sem stendur fyrir stuttum námskeiðum í gamla skólahúsinu í Finnbogastaðaskóla. Gestanemendum er boðið að koma þangað í 3 -7 daga og kynnast sveitalífinu í þessari afskekktustu sveit landsins.
  • Skjaldborg – Styrkurinn er veittur til verkefnisins Skjaldborg – hátíð íslenskra kvikmynda. Skjaldborg er kvikmyndahátíð sem sérhæfir sig í að frumsýna íslenskar heimilamyndir. Verður hátíðin haldin í 13. sinn á Patreksfirði í júní á næsta ári.
  • Act Alone – Styrkurinn er veittur til verkefnisins Act Alone 2019. Act Alone er einstök leiklistar- og listarhátíð sem er helguð eins manns listinni. Verður hátíðin haldin á Suðureyri í 16. skipti í ágúst 2019.
DEILA