Landsbankinn veitti skömmu fyrir jól 37 styrkir til ýmissa samfélags verkefna samtals að upphæð 15 milljónir króna.
Til Vestfjarða runnu þessir styrkir, 500 þús. kr. hver:
- Elín Agla Briem – Styrkurinn er veittur til verkefnisins Sveitaskólinn í Trékyllisvík sem stendur fyrir stuttum námskeiðum í gamla skólahúsinu í Finnbogastaðaskóla. Gestanemendum er boðið að koma þangað í 3 -7 daga og kynnast sveitalífinu í þessari afskekktustu sveit landsins.
- Skjaldborg – Styrkurinn er veittur til verkefnisins Skjaldborg – hátíð íslenskra kvikmynda. Skjaldborg er kvikmyndahátíð sem sérhæfir sig í að frumsýna íslenskar heimilamyndir. Verður hátíðin haldin í 13. sinn á Patreksfirði í júní á næsta ári.
- Act Alone – Styrkurinn er veittur til verkefnisins Act Alone 2019. Act Alone er einstök leiklistar- og listarhátíð sem er helguð eins manns listinni. Verður hátíðin haldin á Suðureyri í 16. skipti í ágúst 2019.