Reykhólarhreppur: ákvörðun í dag

Hreppsnefnd Reykhólahrepps tekur í dag ákvörðun um veglínu fyrir Vestfjarðaveg 60. Boðað hefur verið til aukafundar í dag kl 14. Í gær hittu forsvarsmenn Reykhólahrepps Samgönguráðherra. Fyrir liggur tillaga frá skipulagsnefnd um að setja R leiðina inn á aðalskipulag. Að tillögunni standa tveir sveitarstjórnarmenn, oddvitinn Ingimar Ingimarsson og fomaður skipulagsnefndar Karl Kristjánsson.

Auk þeirra eru þrír til viðbótar í sveitarstjórnni. Bæjarins besta sendi fyrirspurn til þeirra og spurðist fyrir um afstöðu þeirra til málsins.  Jóhanna Ösp Einarsdóttir sagðist mundu gefa út afstöðu sína á fundinum í dag.  Þær Árný Huld Haraldsdóttir, varaoddviti og Embla Dögg B. Jóhannsdóttir hafa ekki svarað fyrirspurninni.

Þá gengu einnig í gær á fund Samgönguráðherra fulltrúar Vesturbyggðar og afhentu ráðherranum minnisblað um Vestfjarðaveg 60. Þar eru rakin nokkur atriði varðandi vegagerðina,  meðal annars að undirbúningur fyrir vegalagningu um Vestfjarðaveg hafi hafist í júlí 2003 þegar Vegagerðin lagði fram drög að tillögu að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar milli Bjarkalundar og Eyrar.

101 slys

Einnig kemur fram að á árunum 2009-2016 hafi verið skráð 101 slys á Vestfjarðavegi, þar af hafa 30 valdið slysum á fólki.
Að auki er mikið eignartjón fyrirtækja og íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum og ekki allt skráð í opinberum gögnum.

DEILA