Samgöngu- og sveitarstjórmarráðherra hefur sett reglugerð um stefnumótandi áætlunar ríkisins um málefni sveitarfélaga. Ráðherra skal leggja fram á Alþingi slíka áætlun að minnsta kosti á þriggja ára fresti. Í nýju reglugerðinni er nánar kveðið á um hvernig standa skal að gerð áætlunarinnar.
Áætlunin skal gilda til fimmtán ára í senn og í henni verður mörkuð aðgerðaáætlun til fimm ára á þessu sviði.
Stefnumótandi áætlun er ætlað að draga saman meginþætti í langtímastefnumörkun ríkisins í málaflokkum sem snúa að verkefnum sveitarfélaga og samræma stefnumótun ríkis og sveitarfélaga á þeim sviðum.
Stefnumótun ríkisins á þessu sviði er nýmæli og felur í sér að gerð verður langtímaáætlun í samgönguáætlun, fjarskiptaáætlun og byggðaáætlun/sóknaráætlanir.
Hefur ráðherra skipað starfshóp með fjórum einstaklingum til að semja tillögur að slíkri áætlun. formaður starfshópsins er Valgarður Hilmarsson, Blönduósi.