Öryrkjabandalagið gagnrýnir Tryggingarstofnun harðlega í fréttatilkynningu. Segir ÖBÍ að Tryggingastofnun ríkisins fari ekki eftir lögum frá Alþingi sem gengu í gildi um áramótin og það hafi neikvæðar afleiðingar fyrir marga lífeyrisþega. Samkvæmt lögunum eiga uppbætur vegna reksturs bifreiðar og uppbætur á lífeyri að vera undanþegnar skattskyldu frá og með 1. janúar á þessu ári.
Ekki virðist deilt um innihald lagabreytingarinnar heldur að Tryggingarstofnun hafi ekki lagað útgreiðslukerfi sitt að nýjum lögum.
Öryrkjabandalag Íslands hafði samband við Tryggingastofnun fyrir jól og fékk þau svör 27. desember að stofnunin hefði ekki fengið upplýsingar um „þessa skattbreytingu fyrr en stuttu fyrir jól. Við þurfum að gera breytingar á greiðslukerfi okkar. Það náðist ekki að breyta greiðslum fyrir 1. janúar,“ segir meðal annars í svari TR við fyrirspurn ÖBÍ.
Þar kemur einnig fram að TR muni ekki framfylgja lögunum um skattleysi þessara uppbóta fyrr en í febrúar.
Þetta er alvarlegt mál og vægast sagt ótrúleg stjórnsýsla, og þá er vægt er vægt til orða tekið, segir í tilkynningu ÖBÍ.
Þá segirí fréttatilkynningu Öryrkjabandalagsins:
Tryggingastofnun ríkisins hefur haft nægt svigrúm til þess að laga greiðslukerfi sín að nýjum lögum. Þess utan þá var Tryggingastofnun í hópi þeirra aðila sem boðið var að veita umsögn um þessi lög meðan málið var til umfjöllunar á Alþingi. Þá voru lögin samþykkt sem lög frá Alþingi 7. desember. Það er ekki eins og TR hafi skort tíma til að framkvæma lögin og það stenst enga skoðun að þetta hafi komið Tryggingastofnun á óvart.