Bindindissamtökin IOGT á Íslandi standa 23. janúar fyrir ráðstefnu um forvarnir fyrir börn og ungmenni
Fundurinn ber yfirskriftina Jákvæð samskipti í starfi með börnum, samfélag virðingar og ábyrgðar
Náum áttum er fræðslu- og forvarnahópur sem skipuleggur morgunverðarfundi um ýmis mál er varða forvarnir og velferð barna og ungmenna.
Náum áttum hópinn mynda fulltrúar nokkurra stofnana og félagasamtaka sem vinna að forvörnum, velferð, vernd og mannréttindum barna. Hópurinn spannar flest svið er varða forvarnir og velferð barna og leitar samstarfs við aðra aðila hvað varðar efni til að fjalla um á morgunverðarfundunum.
Morgunverðarfundirnir eru kynntir og auglýstir með útsendingu á póstlista, á vefsíðu og facebook síðu Náum áttum.