Kómedíuleikhúsið: Dimmalimm fer á svið

Guðmundur Thorsteinsson, Muggur.

Á Bóndadaginn bárust stórtíðindi úr herbúðum Kómedíuleikhússins. Þrír Bílddælingar hafa tekið sig saman og gert splunkunýja leikgerð uppúr ævintýri Bílddælingsins Guðmundar Thorsteinssonar eða Muggs. Hið Bílddælska tríó skipa þeir Þröstur Leó Gunnarsson sem mun annast leikstjórn, Björn Thoroddsen er höfundur tónlistar og loks Elfar Logi Hannesson sem mun leika. Æfingar eru þegar hafnar og er stefnt á frumsýningu um miðjan mars í Þjóðleikhúsinu.

lfar Logi greinir frá þessu á vefsíðu Kómedíuleikhússins.  Fyrsti stór einleikur Kómedíuleikhússins var einmitt Muggur er fjallaði um æfi þessa fjölhæfa listamanns. Árið 2006 var svo leikritið Dimmalimm frumsýnd Er þriðja mest sýnda leikrit Kómedíuleikhússins  og loks árið 2012 var það ævintýraleikurinn Búkolla ævintýraheimur Muggs. Síðast nefndi leikurinn er byggður á þeim þjóðsögum og ævintýrum sem Muggur myndskreytti. Til gamans má geta þess að sá leikur er einmitt í 5 sæti yfir mest sýndu leiki leikhússins. Ekki má svo gleyma því að árið 2017 gaf Kómedíuleikhúsið út barnabókina Muggur saga af strák. Söguleg skálduð barnasaga um æskuár Muggs á Bíldudal.

„Við erum ákaflega spennt fyrir að færa þetta vinsælasta ævintýri þjóðarinnar á svið á nýjan leik og það í splunkunýrri leikgerð“ segir Elfar Logi Hannesson.

DEILA