Ísafjörður: 5 mánaða gömul fundargerð lögð fram

Mynd af fyrirhugaðri byggingarlóð á Sindragötu 4a.

Á fundi bæjarráðs í gær var lögð fram 5 mánaða gömul fundargerð vegna  byggingaframkvæmda að Sindragötu 4a. Alls voru lagðar fram 10 fundargerðir, sú elsta síðan 17. ágúst 2018 og sú nýjasta er frá 11. jan. 2019.

Fundurgerðirnar lýsa verkfundum vegna byggingaframkvæmda að Sindragötu 4a á Ísafirði. verklok eru áætluð 1. október 2019.

Fram kemur í fyrstu fundargerðinni að verksamningur er við Vestfirska verktaka hf og samningsupphæð er 316 milljónir króna.

DEILA