Ísafjarðarbær miðað tekjumörk, sem ákvarða rétt til félagslegs leiguhúsnæðis, við ákvæði reglugerðar um lánveitingar íbúðalánasjóðs til sveitarfélaga, félaga eða félagasamtaka sem ætlaðar eru til byggingar eða kaupa á leiguhúsnæði samkvæmt upplýsingum frá Þóru Marý Arnórsdóttur, deildarstjóra um málefni fatlaðra. Reglugerðin er grundvölluð á lögum um húsnæðismál nr. 44/1998. Einstaklingar sem hafa tekjur yfir þessum mörkum eiga þá ekki rétt til þess að fá leigða félagslega leiguíbúð.
Í umræddri reglugerð segir að ársmeðaltekjur íbúa í leiguíbúð skuli eigi vera hærri en 4.749.000 kr fyrir hver einstakling. Þessi fjárhæð hækkar um 1.187.000 kr fyrir hvert barn að 20 ára aldri sem býr á heimilinu. Fyrir hjón eða sambúðarfólk eru viðmiðunartekjurnar að hámarki 6.649.000 kr samtals fyrir bæði.
Reykjavík á undanþágu
Öryrkjabandalagið gagnrýndi nýlega Reykjavíkurborg fyrir að nota mun lægri tekjuviðmið fyrir þá sem geta fengið félagslegt leiguhúsnæði. Í drögum að nýjum reglum kemru fram, að sögn ÖBI, að tekjumörkin samkvæmt drögunum séu 3.680.475 kr. fyrir einstakling; 5.152.975 kr fyrir hjón/sambúðarfólk og 919.925 kr fyrir hvert barn yngra en 20 ára á heimilinu.
Tekjuviðmið Reykjavíkurborgar verða samkvæmt þessu aðeins 77,5% af tekjuviðmiðunum sem eru í reglugerðinni nr. 1042/2013.
Öryrkjabandalagið upplýsir í umsögn sinni að starfsmenn Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hafi greint frá því að Reykjavíkurborg hafi frá 2004 fengið undanþágu frá þessum tekjuviðmiðum og væri viðmiðin aðeins 77,5% af tekjuviðmiðunum í reglugerðinni.