Gerður hefur verið samningur milli Bolungarvíkurkaupstaðar og Ríkissjóðs um kaup bæjarfélagsins á eignum ríkisins að Aðalstræti 10-12, Höfðastíg 15, Höfðastíg 17 og geymslu að Miðstræti 19.
Fram kemur í kaupsamningi að kaupin eru fjármögnuð með skuldabréfi frá seljanda. Söluverð er tæplega 35 milljónir króna.
Hið selda eru fjórar eignir:
- Hlutur ríkisins í Ráðhúsinu, Aðalstræti 10-12, skrifstofuhúsnæði á tveimur hæðum ásamt bílskúr, samtals 344 fermetrar. Kaupverðið er 9 milljónir króna.
- Heilsugæslan að Höfðastíg 15, 361 fermetri, 85% eignarhlutur ríkisins. Kaupverð er 10,2 milljónir króna.
- Höfðastígur 17, einbýlishús 211 fermetrar, 85% eignarhlutur ríkisins. Kaupverð er 14.450.000 króna.
- Miðstræti 19, geymsla, 85% eignarhlutur ríkisins. Kaupverð er 1,190.000 krónur.
Bæjarráð Bolungavíkur hefur ákveðið að selja Höfðastíg 17.