
Þann 28. nóvember síðastliðinn afhenti sveitastjórinn Tálknafjarðar Bryndís Sigurðardóttir, Tálknafjarðarskóla sjöunda Grænfánann. Lára Eyjólfsdóttir tók við fánanum fyrir hönd skólans sem formaður Grænfánanefndarinnar. Aðrir í nefndinni eru Jökull Yngstakjarna, Agnes og Jón Þór Miðkjarna, Berglind og Ólöf Táningakjarna og Weronika og Elías Unglingakjarna. Tálknafjarðarskóli flaggar grænfánanum svonefnda til marks um það starf sem unnið er í skólunum á sviði umhverfismenntar en skólinn fékk fánann afhentan í fyrsta sinn árið 2006. Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Við óskum skólanum hjartanlega til hamingju.


Sæbjörg
sfg@bb.is