MMR : Fylgi Miðflokksins hrynur

MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórn. Könnunin var framkvæmd 5.-11. desember 2018og var heildarfjöldi svarenda 975 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Helstu niðurstöður:

Sjálfstæðisflokkurinn mældist með mest fylgi stjórnmálaflokka á Alþingi eða 22,1%. Næst kom Samfylkingin með 16,9 % og Píratar með 14,4%.

Miðflokkurinn mældist með 5,9% fylgi en það er rúmlega 7 prósentustiga lækkun frá síðustu mælingu.

 Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 40,3%.

Fylgi Vinstri grænna mældist nú 12,9% og mældist 10,3% í síðustu könnun.
Fylgi Framsóknarflokks mældist nú 12,5% og mældist 7,5% í síðustu könnun.
Fylgi Viðreisnar mældist nú 8,5% og mældist 8,6% í síðustu könnun.
Fylgi Miðflokks mældist nú 5,9% og mældist 13,1% í síðustu könnun.
Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,2% og mældist 7,6% í síðustu könnun.
Fylgi annarra flokka mældist 2,6% samanlagt.

DEILA