Kómedíuleikhúsið með mikil umsvif

Kómedíuleikhúsið vestfirska starfar að miklum þrótti um þessar mundir. Nýlega er komin út í bókarformi ljóðaúrval Stefáns frá Hvítadal. Einþáttungurinn Gísli Súrsson er enn á fjölunum og hefur verið sýndur samtals 327 sinnum. Sýningar hefjast að nýju eftir áramót. Verður sýnt fyrir útlendinga í Tjarnarbíói vikulega í janúar til mars.

Sýningin um Sigvalda Kaldalóns, ég lít í anda liðna tíð, fór á fjalirnar í haust og verður sýningum haldið áfram á næsta ári. Þá er verið að vinna að nýju barnaleikriti, Valhöll, sem verður frumsýnt á næsta ári. Annað leikverk verður sett upp til viðbótar 2019. Það er eftir Odd Björnsson, Ronni og Rúna tvíleikur sem saminn var sérstaklega 1998 fyrir Kómedíuleikhúsið og hefur ekki enn verið settur upp á leiksvið.

Árið endar vel fyrir Kómedíuleikhúsið og Elfar Loga Hannesson. Uppbyggingarsjóður Vestfjarða veitti leikhúsinu tvo styrki samtals að upphæð 2,5 milljónir króna. Verðskuldað er líklega óhætt að segja.

DEILA