Kaupfélag Steingrímsfjarðar 120 ára í dag

Viktoría Rán Ólafsdóttir, kaupfélagsstjóri ávarpar gesti.

Kaupfélag Steingrímsfjarðar er 120 ára í dag eins og greint var frá á bb.is í gær. Kaupfélagið stóð fyrir kaffisamsæti í húskynnum félagsins. Veglegar veitingar voru á boðstólum , kaupfélagsstjórinn Viktoría Rán Ólafsdóttir flutti ávarp og margir gestir voru mættir til þess að samfagna með kaupfélagsmönnum og konum.

Jón Halldórsson tók myndirnar sem fylgja með fréttinni.

DEILA