Jólatónleikar Tónlistarskóla Vesturbyggðar verða haldnir á Bíldudal laugardaginn 8. desember kl. 14:00 í Bíldudalskirkju. Sama dag verða jólatónleikarnir á Patreksfirði kl. 17:00 í Patreksfjarðarkirkju.
Fram koma nemendur tónlistarskólans í jólaskapi ásamt Ingu Ósk, Signýju og Örnu Leu. Einnig verður Jón Hilmar kennari tónlistarskólans með nemendunum.