Jöfnunarframlög hækka um 69 milljónir króna

Ísafjörður séð frá Nausthvílft. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur hækkað útgjaldajöfnunarframlög sjóðsins til sveitarfélaga vegna ársins 2018 um 550 m.kr. Áætlað útgjaldajöfnunarframlag var upphaflega 9.400 milljónir króna. Framlagið var síðan hækkað í 9.550 m.kr. í október sl. og nú í 10.100 m.kr. Er því um að ræða 700 m.kr. hækkun framlaga frá 1. áætlun framlaganna.

Til Vestfjarða fara 1.099 milljónir króna og við þá upphæð bætast núna 69 milljónir króna og verða því framlögin samtals 1.168 milljónir króna á þessu ári.

JÖFNUNARSJÓÐUR SVEITARFÉLAGA
Áætluð útgjaldajöfnunarframlög 2018
Bolungarvíkurkaupstaður 103.282.591 6.455.162
Ísafjarðarbær 393.785.407 24.611.588
Reykhólahreppur 89.207.916 5.575.495
Tálknafjarðarhreppur 130.773.024 8.173.314
Vesturbyggð 169.339.438 10.583.715
Súðavíkurhreppur 71.045.803 4.440.363
Árneshreppur 839.666 52.479
Kaldrananeshreppur 22.977.732 1.436.108
Strandabyggð 118.016.860 7.376.054
1.099.268.437 68.704.278
DEILA