Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkti á mánudaginn tillögu Guðmundr Gunnarssonar, bæjarstjóra um afturköllun á áður samþykktri hækkun á gjaldskrá fyrir akstur fatlaðra. Málið fer nú til bæjarstjórnar sem á síðasta orðið, en gera má ráð fyrir því að bæjarstjórnin samþykki tillöguna.
Magnús Reynir Guðmundsson, fyrrv. bæjarritari og bæjarfulltrúi vakti athygli á hækkuninni í aðsendri grein á bb.is og gagnrýndi að hún væri langum hærri en almennar gjaldskrárhækkanir. Guðmudnur Gunnarsson, bæjarstjóri brást strax við í athugasemd við greinina og sagðist myndi leggja til að hækkunin yrði tekin til baka.