Ísafjarðarbær: styrkir til stjórnmálaflokka 800 þúsund kr.

Í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2019 er gert ráð fyrir 253 milljónum króna í styrki og ýmiss framlög. Til stjórnmálaflokka er ráðstafað 800 þúsund krónum, sem er óbreytt fjárhæð frá þessu ári.

Af langtímaframlögum er hæst fjárhæð til Byggðasafnsins 21,2 milljónir króna og Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar 17,5 milljónir króna. Nemur hækkunin á þessum lið um 2 milljónum króna eða um 4%.

Lipurinn önnur framlög og styrkir hækka um 5 milljæónir króna og verða 65 milljónir króna. Þar fest stærstur hlutinn til HSV 32,3 milljónir króna og 7,3 milljónir króna til Vesturafls.

Fjárhæðin í dálknum til vinstri er fyrir 2018 og dálkurinn til hægri er vegna 2019.

DEILA