Heystabbinn á Hólmavík stækkar óðum

Heyinu sem vestfirskir bændur hafa selt til Noregs er safnað saman á Hólmavík. Auk heys frá bæjum í Kollafirði og Steingrímsfirði berast heyrúllur daglega víðar að frá Ìsafjarðardjùpi,Reykhòlasveit,Kaldrananeshreppi og jafnvel kemur það sunnan úr Bitrufirði.

Jón Halldórsson, Hólmavík tók þessa mynd í dag af stækkandi heyrúllustæðunni á hafnarsvæðinu á Hólmavík.

Áætlað er að um 600 tonn af heyi verði flutt utan frá Hólmavík með skipi í næstu viku.

DEILA