Nær helmingur landsmanna ætlar að borga hamborgarahrygg á jólunum samkvæmt könnun MMR sem var framkvæmd dagana 5. til 11. desember 2018og var heildarfjöldi svarenda 975 einstaklingar, 18 ára og eldri.
Helstu niðurstöður:
– Nær helmingur landsmanna, eða rúm 49% kvaðst ætla að gæða sér á hamborgarhrygg á aðfangadag.
– Næst vinsælasti jólamatur landsmanna var kalkúnn en 9% munu að sögn gæða sér á honum.
– Hamborgarahryggur naut meiri vinsælda sem aðalréttur á aðfangadag meðal stuðningsfólks Flokks fólksins (55%) heldur en á meðal stuðningsfólks annarra flokka. Minnstrar hylli naut hamborgarahryggurinn á meðal stuðningsfólks Samfylkingar en einungis 37% sögðust ætla að borða hamborgarahrygg í aðalrétt á aðfangadag.
– Nær fjórðungur stuðningsfólks Flokks fólksins (24%) sagðist ætla að borða lambakjöt annað en hangikjöt á aðfangadag.