Halla Signý Kristjánsdóttir, alþm. segist ekki kannast við samkomulag stjórnarflokkanna um veggjöld. Í svari við fyrirspurn bb.is segir hún :
„En eins og ég hef áður sagt að þá er verið að skoða nýja fjármögnun vegaframkvæmda og þar hafa veggjöld komið til sögu. Nánari útfærsla á því er ekki komin fram. Enda liggur samgönguáætlun ennþá inni í umhverfis- og samgöngunefnd. Ég vil sjá þessar tillögur áður en ég tjái mig frekar um þær.“
Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþm. svaraði svo:
„Ég mun taka afstöðu til þeirra þegar nánari heildarútfærsla liggur fyrir og í samhengi við aðra gjaldtöku af umferðinni/bifreiðum.“