Eldvarnir: Brun­ar á heim­il­um flest­ir í des­em­ber

Mynd frá embætti Landlæknis.

VÍS hvetur fólk til þess að huga að eldvörnum:

Töl­fræði tjóna hjá VÍS sýn­ir að flest­ir brun­ar á heim­il­um eiga sér stað í des­em­ber og þar fast á eft­ir fylg­ir janú­ar. Al­geng­ustu brun­ar á þess­um tíma eru vegna kerta og elda­véla og eru nú þegar farn­ar að koma inn til­kynn­ing­ar um bruna í kertaskreyt­ing­um. Mik­il­vægt er að fylgj­ast vel með kert­um sem hafa verið tendruð og muna að slökkva á þeim. En þau krosstré geta brugðist og því má aldrei hafa um­gjörð kerta með þeim hætti að hætta sé á að kvikni í út frá þeim ef gleym­ist að slökkva eða ef her­bergi er yf­ir­gefið í skamma stund.

Al­gengt er að sjá skreyt­ing­ar í versl­un­um og á sam­fé­lags­miðlum þar sem þessa er ekki gætt. Oft eru ótrygg­ar und­ir­stöður, kerti sem standa of þétt sam­an en 10 sm verða að vera á milli þeirra og skraut, greni eða annað sem ligg­ur al­veg upp við kert­in. Allt þetta bíður hætt­unni heim sem er aldrei áhætt­unn­ar virði þó að skreyt­ing­in sé fal­leg.

Óvenju marg­ir stór­ir brun­ar hafa orðið hjá VÍS þetta árið. Ekki aðeins hjá fyr­ir­tækj­um held­ur líka heim­il­um. Þriðjungs fjölg­un varð á tíðni bruna á heim­il­um á milli ár­anna 2015 og 2016. Sem bet­ur fer hef­ur sú þróun ekki haldið áfram held­ur hef­ur brun­um á heim­il­um fækkað frá 2016 og það sem liðið er núna af ár­inu eru teikn á lofti um að sú þróun haldi áfram.

VÍS ósk­ar þess að lands­menn eigi ör­ugga aðventu og jóla­hátíð og hvet­ur alla til þess að tryggja að virk­ir reyk­skynj­ar­ar, eld­varna­teppi og yf­ir­farið slökkvi­tæki séu til staðar á heim­il­inu og á stað sem all­ir vita um.

DEILA